Leikmynd og búningar // Stage design and costume making
Skemmtilegt er myrkrið er tónleikhús eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Verkið var sýnt í Kaldalóni í Hörpu haustið 2022 undir leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttur.
Sagan segir frá Ásu Signýju sem kemur oft við hjá Jóni Árna frænda sínum á leið heim úr skólanum. Einn daginn kemur hún hlaupandi inn og segir Jóni Árna að hún hafi séð loftanda. Jón Árni og hún fara í framhaldi af því að velta því fyrir sér hvort loftandinn geti verið til í raun og veru. Ása Signý er trúir ekki alveg á yfirnáttúrulega hluti, þó svo hún trúi á loftanda! Fljótlega fara þó ýmsir kynlegir hlutir að gerast, draugar sveima um og nykur hleypur yfir sviðið. Þetta fær Ásu Signýju til að efast enn meira um hvað er til í raun og veru. Tónlistin er viðamikil í verkinu og heyra má leikið á nokkur hljóðfæri sem sjaldan heyrist í á sviði eins og langspil, dótapíanó, sleifar, potta, kökudósir og skeiðar. Textar sönglaganna eru gamlar íslenskar vísur og kvæði. Texti lokalagsins er eftir Þórarin Eldjárn og sérstaklega saminn fyrir þetta verk.
Tónleikhúshópurinn Töfrar setti verkið upp með Elínu Gunnlaugsdóttir í forsvari. Verkefnið var styrkt af Sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks og í samstarfi við Listdansskóla Íslands, Töfrahurð og Óperudaga 2022.
Ljósmyndir Eyþór Árnason (Ljósmynd 1: Gunnlöð)