Tónleikhúsið setti upp tvær öróperur eftir Elínu Gunnlaugsdóttur í samstarfi við Myrka músíkdaga 2025. Öróperurnar sem eru við texta eftir A.A Milne nefnast ,,Halfway Down” og ,,Busy”. Flytjendur voru söngvararnir Kristín Sveinsdóttir og Gunnlaugur Bjarnason auk píanistans Matthildar Önnu Gísladóttur. Leikstjóri beggja verka var Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og um leikmynd og búninga sá Eva Bjarnadóttir.