Í september 2020 opnaði sýning undir heitinu Vestur í bláinn í sýningarstjórn myndlistarmannsins Claire Paugam og tónlistarmannsins Julius Pollux. Þau tóku þá ákvörðun að vekja athygli á málefnum flóttafólks og innflytjenda og gera tilraun til þess að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk í gegnum ljóðræna nálgun. Skapa samkennd, þar sem rödd einstaklings úr hópi innflytjenda eða hælisleitenda á Íslandi er tengd innleggi myndlistamanna búsettum á Íslandi.
Ég féllst á að taka þátt í þessu verkefni, án þess að geta með nokkru móti ímyndað mér eða nálgast þá stöðu sem fólkið sem um ræðir er í. Niðurstaðan mín var engu að síður sú að það væri mikilvægt að veita röddum hælisleitenda og innflytjenda rými meðal almennings. Draga athygli að þessum hópi sem sjaldan fær áheyrn.
Verkið sem ég vann er unnið úr þeim efniviði sem vex villtur í bakgarðinum heima hjá mér, austur í Öræfum. Lúpínan er umdeild planta sem var notuð til landgræðslu um miðja síðustu öld og hefur fest rætur hér á landi. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er talin ágeng og framandi tegund á Íslandi. Henni er líst þannig, að hún seti mikinn svip á landið og umbreyti gróðurfari og búsvæðum dýra. Hún vex villt í Norður-Ameríku en var fyrst flutt inn til Íslands sem garðaplanta fyrir aldamótin 1900. Alaskalúpínan bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu og skilar því til jarðvegsins. Hún eykur því frjósemi landsins sem hún nemur en hún er gagnrýnd fyrir það að fara inn á hálf- eða vel gróið land og bola þeim tegundum sem fyrir eru í burtu. Þar sem hún nemur land í snauðum jarðvegi fjölgar tegundum.
Hvort lúpínan hörfi á endanum þar sem hún hefur numið land er óljóst. Sumsstaðar hefur hún tekið að hörfa en annarsstaðar ekki.
Þegar ég mætti með lúpínuverkið í Listasafn Reykjavíkur til uppsetningar var búið að úthluta okkur fallegu rými sem almenningur hefur gjaldfrjálsan aðgang að, á bókasafninu á jarðhæðinni. Þar settum við verkið upp, hálfþornaða fræbelgi, sem smámsaman opnast og dreifa fræum um rýmið með tilheyrandi smellum.
Daginn eftir fékk ég símtal, en áhyggjufullur starfsmaður safnsins hafði haft samband við sýningarstjórana þar sem að lúpína getur valdið óþægindum og skaða ef hún er innbyrð.
Eftir samtöl við eitrunarmiðstöð Landspítalans, var tekin ákvörðun um að Listasafninu væri ekki stætt á að taka þá áhættu sem fylgir því að hafa verk til sýnis innandyra án gæslu. Það getur mögulega valdið eitrun hjá gestum safnsins, sem gætu tekið upp á því að borða listaverkið, enda talin hætta á eitrun ef meira en 10 fræ eru borðuð. Verkinu var því komið fyrir utandyra, á bak við gler, þar sem gestir safnsins geta barið það augum en eiga ekki á hættu að verða fyrir eituráhrifunum.
Lúpínuverkið vann ég í tengslum við rödd manns sem kallar sig Joshua. Joshua er ekki hans rétta nafn, en í þessu verkefni gengur hann undir því nafni. Hann kemur frá Nígeríu og er einn þeirra fjölmörgu flóttamanna sem hafa siglt yfir Miðjarðarhafið á undanförnum árum. Hann náði landi heilu á höldnu á Ítalíu. Þar tókst honum að útvega sér far til Íslands og gerði hann sér vonir um hæli hér. Umsókn Joshua var hafnað og honum vísað úr landi. Hann var sendur aftur til Ítalíu. Því var það viðeigandi í ljósi þessa samhengis, að verkinu mínu var úthýst en sýningargestum er gert kleyft að njóta þess eins og áður sagði, í gegnum gler.
//
In September 2020, an exhibition called Vestur í bláinn opened, curated by the visual artist Claire Paugam and the musician Julius Pollux. They decided to draw attention to the issues of refugees and immigrants and make an attempt to address this sensitive issue through a poetic approach. Create empathy, as voices of individuals from the group of immigrants or asylum seekers in Iceland are connected to contributions by visual artists living in Iceland.
I agreed to take part in this project, without being able to imagine or approach the situation of the people in question in any way. Nevertheless, my conclusion was that it was important to give the voices of asylum seekers and immigrants a place among the public. Draw attention to this group hardly heard.
The work I made is made from a material that grows wild in the backyard of my house, in the southeast of Iceland. Lupine is a controversial plant that was used for land reclamation in the middle of the last century and has taken root in Iceland. Alaska lupine (Lupinus nootkatensis) is considered an invasive and exotic species in Iceland. It is thought to make a great impression on the land and transform flora and fauna of animals. It grows wild in North America but was first imported to Iceland as a garden plant before 1900. Alaska lupine binds nitrogen from the atmosphere and returns it to the soil. It therefore increases the fertility of the land it occupies, but it is criticized for entering semi- or well-vegetated land and destroying the existing species. As it occupies land in poor soil, the number of species increases.
It is not clear whether the lupine will eventually withdraw as it has taken land. In some places it has begun to retreat, but in other places it has not.
When I arrived with the lupine piece at the Reykjavík Art Museum for installation, we had been allocated a space that the public has free access to, at the library on the ground floor. There we set up the work, half-dried lupine pods, which gradually open and were ment to spread seeds around the space with accompanying cracking sound.
The next day I got a call, but a worried employee of the museum had contacted the curators as lupine can cause discomfort and damage if ingested.
Following discussions with Landspítali's poisoning center, it was decided that the Art Museum was not in a position to take the risk involved in having works on display indoors without security, which could potentially cause poisoning to the museum's visitors. They could start eating the artwork, as it is considered a risk of poisoning if more than 10 seeds are eaten. The work was therefore placed outdoors, behind glass, where visitors to the museum can see it but are not at risk of being poisoned.
I did the lupine piece in relation with the voice of a man who calls himself Joshua. Joshua is not his real name, but in this project he goes by that name. Comming from Nigeria, he is one of the many refugees who have sailed across the Mediterranean in recent years. He landed safely in Italy. There he managed to arrange a trip to Iceland and he hoped for asylum here. Joshua's application was rejected and he was deported, sent back to Italy. Therefore, it was appropriate in light of this context, that my work was outsourced, but visitors to the exhibition are allowed to enjoy it through a wall of glass as mentioned earlier.