Í morgunsárið, einkasýning í Midpunkti, 2019 Innsetning og gjörningur. Tveir viðburðir voru haldnir á meðan á sýningunni stóð, þar sem gestum var boðið að koma og taka þátt í hugleiðslu í morgunsárið, inni í innsetningunni. Takk, Edda Jónsdóttir og Estrid Thorvaldsdóttir sem hugleiddu og leiddu hugleiðslu í rýminu.

//

In the daybreak, solo show in Midpunkt, 2019 Installation and a performance. Two events took place during the exhibition, where guests where invited to join a meditation in the daybreak, inside of the installation. Thanks to Edda Jónsdóttir and Estrid Thorvaldsdóttir who meditated and guided meditation in the space.

Úr sýningarskrá

Bólgin hurðin opnast með herkjum. Loftið sem mætir okkur er mettað ryki og lyktin ber með sér kyrrstöðu, hér ægir öllu saman. Í hverju skrefi mölbrotnar málningin sem er flögnuð upp af gólfinu og helst á sínum stað af þeirri einföldu ástæðu að hér gilda lögmál þyngdaraflsins. Á veggjunum gefur að líta samskonar hreystur sem á einhvern óskiljanlegan máta tollir þar af því er virðist af gömlum vana, brothætt eins og töfrandi sápukúlur sem springa við minnstu snertingu. Kaffistofan í austurenda hússins stendur eins og með filter – svona filter sem sýnir manni hvernig rými verður umhorfs ef því er leyft að malla óáreittu í 25 ár. Þennan haustdag verða á vegi mínum óteljandi gersemar: Þvottaburstar, stimplar, blek, teikningar af þessum heljarstóra bárujárnsbragga, leiðbeiningar um verkun á kjöti, haugur af sloppum, svuntur, hárnet, hnífar, upphengikróar, innmatspönnur, vigt, hausapönnur, hjólbörur, plastbakkar, merkimiðar, skilagreinar, salthaugar.. já, ég er að lýsa sláturhúsi. Gömlu sláturhúsi sem stendur á Fagurhólsmýri í Öræfum og sem hefur staðið yfirgefið frá því árið 1991. Í 200 metra fjarlægð frá sláturhúsinu stendur gamalt kaupfélag. Þaðan fluttist verslunin í annað húsnæði árið sem vegurinn opnaði í austur, 1967. Við tókum við þessum húsum árið 2017.

En hvað er í rauninni merkilegt við gamla muni og minningar? Hvers vegna fyllist maður þessari óstjórnanlegu nostralgíu og væmni þegar ryðgaður stóll verður á vegi manns, stóll sem er með öðru lagi en þeir sem maður er vanur að umgangast, stóll sem er í öðrum lit heldur en nú er í tísku, stóll þakinn stöðnu ryki... við hlið stólsins standa appelsínugular eldhúsborðsplötur í stafla. Þær eru mosagrænar á hinni hliðinni.

Já, þetta var fyrir rúmum tveimur árum síðan.

Í morgunsárið er yfirlitssýning og upphaf. Kannski í og með þetta síendurtekna upphaf. Þegar allt er nýtt; dagurinn og formið. Hvenær erum við búin að venjast? Vökunni og deginum og því að vera til, runnin saman við amstrið. Er það 7 eða 9? Klukkan 12? Leit að sameiginlegum hrynjanda. Hvað gerist þegar líkaminn kemst í þá rútínu að vakna upp á sama stað? Hvenær rennum við saman við umhverfið og er einhver undankomuleið? Er það á endanum ég sem er að taka yfir þessi hús, eða eru þessi hús smámsaman að taka yfir mig?

Með því að taka efniviðinn út úr sínu samhengi geri ég tilraun til þess að finna nýtt upphaf. Efnivið sem á uppruna sinn í yfirgefnum húsum austur í Öræfum, þar sem ég hef búið í rúm 2 ár.

EVA BJARNADÓTTIR

//

From catalogue

The swollen door opens with a knuckle. The air that meets us is saturated with dust and the odor is static, everything crowds together. At each step the flaked paint is smashed under our feet with a proper soundscape, it has kept in place for the obvious reason of gravity. On the walls it looks like the same kind of gesture that in some unintelligible way stays put, it seems of an old habit, fragile like magical soap balls that burst at the slightest touch. The cafeteria in the east wing of the house stands as if with a filter - such a filter that shows you how a space will look like if it is allowed to stay untouched for 25 years. This autumn day I stumbled up on countless treasures: washing brushes, stamps, inks, drawings of these huge buildings, instructions on how to clean the meat, mounds of bathrobes, aprons, hairnets, knives, hanging hooks, offal trays, header trays, wheelbarrows, plastic trays, labels, statement reports, piles of salt .. yes, I'm describing a slaughterhouse. An old slaughterhouse placed on Fagurhólsmýri in Öræfi and which has been abandoned since 1991. An old cooperative is located 200 meters away from the slaughterhouse. From there, the store moved to another building the year the road opened towards the east, 1967. We got these houses in 2017.

But what is it that is really remarkable about old things and memories? Why does one feel this nostalgia and sentimentality when a rusty chair gets in the way, a chair that has a different shape than the once around, a chair that is atypical in color, a chair covered with dust... next to the chair are orange kitchentable tops in a stack. They are moss green on the other side.

Yes, it was just over two years ago.

In the daybreak, is an overview exhibition and a beginning. In a way the recurrent beginning. When everything is new; the day and the shape. At what point do we get use to it; the awakening and the day, our own existance. At what time do we merge with our daily routine. Is it 7 or 9? Perhaps 12? The search for a common rhythm. What happens when a body reaches that routine to wake up in the same place? When do we unite with our environment and is there any escape route? Is it ultimately me taking over these houses, or am I slowly becomming the houses?

By bringing the material out of context, I attempt to find a new beginning. Material originated from abandoned houses in Öræfi, where I have lived for over 2 years now.

EVA BJARNADÓTTIR