Í verkinu Busy eftir Elínu Gunnlaugsdóttir er hugtakið ópera teygt aðeins og togað. Verkið er örstutt og því auðvelt að mótmæla því að það sé ópera! Í það minnsta bara örópera. Texti verksins er eftir A. A. Milne sem sennilega er þekktastur fyrir að hafa skrifað sögurnar um Bangsímon. Þó ljóðið hafi upphaflega verið túlkað sem saga af barni má þar einnig finna mann á fullorðins aldri sem glatað hefur sjálfum sér og ferðast hring eftir hring í leit að sjálfum sér. Ljóðið er kómískt og fjörugt og kemur það vel fram í tónlistinni. Verkið er skrifað fyrir flytjendurna Gunnlaug Bjarnason, baríton og Matthildi Önna Gísladóttur, píanó. Leikstjóri er Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og um leikmynd og búninga sér Eva Bjarnadóttir.